Vita-Mix 101807 Mikilvæg Öryggisatriði, Geymdu þessar öryggisleiðbeiningar, EKKI nota utanhúss

Models: 101807

1 96
Download 96 pages 7.62 Kb
Page 27
Image 27
MIKILVÆG ÖRYGGISATRIÐI

MIKILVÆG ÖRYGGISATRIÐI

Þegar þessi vél, eða eitthvert annað rafmagnstæki, er notað skal alltaf fylgja þessum grundvallarleiðbeiningum:

1.Lestu allar leiðbeiningar.

2.Til varnar hættunni á raflosti skal EKKI setja undirstöðu mótors eða fótpallinn (hefilgrunn PBS) í vatn eða annan vökva.

3.Náið eftirlit fullorðinna er nauðsynlegt þegar tækið er notað af eða nálægt börnum. Ekki er ætlast til að fólk (þar með talin börn) með minnkaða líkamlega-, skyn- eða andlega getu, eða sem skortir reynslu og þekkingu, noti þetta tæki, nema að manneskja sem ber ábyrgð á öryggi þess hafi haft eftirlit með því eða veitt leiðbeiningar varðandi notkun tækisins. Hafa ætti eftirlit með börnum til að tryggja að þau leiki sér ekki með tækið.

4.Aldrei snerta eða koma við hluti sem hreyfast, sérstaklega blöðin.

5.Aftengdu rafmagnssnúruna úr veggtenglinum þegar Vita-Mix®vélin er ekki í notkun, áður en hún er tekin í sundur, þegar hlutar eru settir á eða teknir af og fyrir hreinsun, aðra en þvott könnunnar.

6.Staðsetja verður vélina þannig að rafmagnssnúran sé aðgengileg.

7.Setja verður vélina í samband við sinn eigin aflgjafa eða innstungu, sem viðeigandi er fyrir rafmagnsþörf vélarinnar. Ráðfærðu þig við rafvirkja vegna réttrar rafmagnsþarfar.

8.EKKI nota neitt tæki með skemmdri snúru eða kló, ef vélin hefur bilað, eða dottið eða verið skemmd á einhvern hátt. Í Bandaríkjunum og Kanada skal hringja samstundis í Tæknistuðning Vita-Mix,800-886-5235vegna eftirlits, viðgerðar, mögulegrar endurnýjunar eða lagfæringa á rafbúnaði eða vélbúnaði. Ef þú býrð utan Bandaríkjanna eða Kanada skaltu hafa samband við umboðsaðila Vita-Mix á þínu svæði eða hringja í alþjóðadeild Vita-Mix í síma +1.440.782.2450 eða senda tölvupóst á international@vitamix.com vegna umboðsaðila í þínu landi.

9.EKKI nota fylgihluti sem Vita-Mix Corporation mælir ekki með eða selur. Það ógildir ábyrgðina. Ekki er mælt með breytingum eða tilhliðrunum á þessari vöru í neinni mynd, þar sem slíkt getur leitt til líkamstjóns.

10.EKKI nota utanhúss.

11.EKKI láta snúruna hanga fram af borði eða bekk.

12.EKKI setja vélina á eða nálægt heitum gas- eða rafmagnsbrennara, í heitan ofn, eða leyfa vélinni að snerta heita fleti. Utanaðkomandi hitagjafar geta skemmt vélina.

13.Haltu höndum og eldhúsáhöldum frá könnu vélarinnar meðan mótorinn gengur til að koma í veg fyrir hugsanleg alvarleg líkamsmeiðsl og/eða skemmdir á Vita-Mix vélinni. Nota má gúmmíspaða, en aðeins þegar Vita-Mix vélin er EKKI í gangi. Þegar sveigjanlega gúmmílokið er á sínum stað er hægt að nota Vita-Mix hröðunartólið/þjöppuna (fáanleg með sumum gerðum) meðan mótorinn gengur.

14.AÐVÖRUN: Blöð eru beitt! Farðu varlega með þau.

Reyndu aldrei að fjarlægja blöðin meðan kannan er á undirstöðu mótorsins.

EKKI nota með laus, skörðótt eða skemmd blöð - endurnýjaðu þau samstundis.

Til að draga úr hættunni á líkamstjóni skal aldrei setja blaðsamstæðuna á undirstöðu mótorsins án þess að kanna blandarans sé rétt sett á.

15.Hámarks venjuleg þyngd/rúmmál er jafngildi únsanna/lítranna sem skráð er á könnuna, þ.e. 48 oz. / 1,4 lítr. og verulega minna þegar þykkar blöndur eiga í hlut.

16.Ekki ætti að fylla könnuna meira en að 2/3 þegar hröðunartólið/þjappan er höfð á sínum stað meðan blandað er. EKKI fara umfram 30 sekúndur í samfelldri blöndun þegar hröðunartólið/þjappan er á sínum stað.

17.Þegar gert er hnetusmjör eða matvæli með olíugrunni skal EKKI vinna í meira en eina mínútu eftir að blandan byrjar að dreifa sér. Ofvinnsla getur valdið hættulegri ofhitun.

18.VIÐVÖRUN: Kælingarvandamál leiða til hitalokunar og mótorskemmdir geta hugsanlega orðið ef vélin er notuð í hljóðhólfum, öðrum en þeim sem Vita-Mix samþykkir og selur.

19.Alltaf skal nota vélina með allt tvískipta lokið læst á sínum stað (nema hröðunartólið/þjappan sé sett gegnum lokið eða við venjulega PBS notkun, þegar skvettuvörn er til staðar. Fjarlægðu loktappann aðeins þegar hráefni er bætt í eða þegar hröðunartólið/þjappan er notað.

20.AÐVÖRUN: Þegar heitir vökvar eru unnir:

Tvískipta krækta lokið verður að vera tryggilega læst á sínum stað. Þetta gerir gufu kleift að sleppa á eðlilegan hátt og kemur í veg fyrir að lokið losni þegar kveikt er á vélinni.

EKKI byrja vinnslu heitra vökva á MIKLUM hraða. Byrjaðu alltaf að vinna heita vökva á LITLUM hraða og skiptu svo á MIKINN hraða þegar vélin gengur.

Sýndu varúð með heita vökva. Vökvi getur úðast undan loktappanum eða gufa sem slekkur getur valdið bruna.

EKKI vinna heitt hráefni með ókræktu eða einföldu Vita-Mix loki.

21.AÐVÖRUN: EKKI ætti að hreinsa vélar með vatnssprautu. Sjá „Umhirða og hreinsun“.

22.VIÐVÖRUN: Á þeim vélum sem hafa upplýstan START/STOP rofa, gefur ljósið, þegar það logar, til kynna að rafmagn til blandara sé Á og blandari geti farið í gang. SLÖKKTU á rafmagni eða taktu vélina úr sambandi áður en hreyfanlegir hlutir eru snertir. SLÖKKTU á rafmagnsrofanum um nætur eða þegar vélin er skilin eftir án eftirlits.

Viðbótaröryggisatriði fyrir

Skammtablöndunarkerfið (PBS):

1.EKKI fylla klakafötuna með neinu öðru efni en klaka. Gættu þess að aðskotahlutir (þ.e. flipar af gos- eða bjórdósum) detti EKKI niður í fötuna.

2.EKKI fylla klakafötuna umfram lóðrétta merkið framan á henni. Lokið passar ekki á eininguna ef klakafatan er yfirfyllt. Ef lokið á klakafötunni er ekki rétt á sínum stað tengist klakafötulæsingin ekki, sem leiðir til þess að vélin fer ekki í gang.

3.AÐVÖRUN: Klakahefilsblað er beitt! Farðu varlega með það. EKKI nota með laus, skörðótt eða skemmd blöð.

4.EKKI aftengja samlæsingu klakafötunnar. Það getur leitt til aðvarlegra meiðsla.

5.Alltaf skal nota PBS með slettuvörn og/eða lokið á sínum stað.

Geymdu þessar

öryggisleiðbeiningar

Njóttu öryggis þessarar jarðtengdu vélar. Bandaríska rafmagnssnúran á Vita-Mix blandaranum kemur með þriggja pinna kló (jarðtengd) sem passar við staðlaðan þriggja pinna veggtengil (mynd A). Þessi snúra er breytileg fyrir lönd utan

Bandaríkjanna.

Millistykki (mynd B) eru fáanleg fyrir tveggja pinna tengla. EKKI klippa eða fjarlægja þriðja pinnann (jörð) af klónni eða rafmagnssnúrunni.

Ráðfærðu þig við rafvirkjann þinn ef þú ert ekki viss hvort veggtengillinn sé jarðtengdur gegnum raflögn hússins. Með rétt jarðtengdri tveggja pinna veggtengli skaltu jarðtengja vélina með því að festa flipann á millistykkinu við hlíf veggtengilsins með skrúfunni á miðri hlífinni (mynd B).

Mynd A

Mynd B

AÐVÖRUN! EKKI SKAL NOTA ÞRIGGJA PINNA MILLISTYKKI Í KANADA.

MIKILVÆG MINNISATRIÐI! Leiðbeiningarnar sem birtast í þessari Notkunar- og umhirðuhandbók geta ekki fjallað um allar mögulegar aðstæður og kringumstæður sem geta komið upp. Auðsýna verður heilbrigða skynsemi og varúð þegar hvaða tæki sem er er notað og viðhaldið.

27

Page 27
Image 27
Vita-Mix 101807 Mikilvæg Öryggisatriði, Geymdu þessar öryggisleiðbeiningar, Viðbótaröryggisatriði fyrir, Bandaríkjanna